Quantcast
Channel: Karamella – Blaka.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 11

Saltkaramella og brúnka sem er erfitt að standast

0
0

Það er svo gaman þegar maður fær innblástur á internetinu til að gera eitthvað í eldhúsinu. Um daginn las ég frétt um að vinsælasta uppskriftin á Pinterest væri saltkaramellubrúnka. Þannig að ég ákvað að hlaða í mína bestu brúnku uppskrift með saltkaramellu sósu. Saltkaramella er náttúrulega það besta sem ég fæ!

Þessi brúnka er rosalega einföld og hægt að hræra í hana í einni skál – ekkert vesen. En það eru nokkur atriði sem þarf að hafa í huga þegar verið er að hræra í brúnku og ég hef farið yfir þau nokkur áður.

Í fyrsta lagi verður maður að hræra sykur og brætt smjör mjög vel saman. Þegar það er búið er mjög mikilvægt að hræra eggjunum mjög vel saman við áður en þurrefnunum er bætt saman við. Í öðru lagi verður að passa að hræra þurrefnunum ekki of vel saman við heldur bara rétt þar til allt er blandað saman. Þetta allt tryggir að brúnkan ykkar verður mjúk og blaut og dásamleg. Til að passa þetta mæli ég með því að sleppa hrærivél og handþeytara í þessari uppskrift og hræra deigið frekar með písk eða gaffal, eins og ég gerði í þessu tilviki.

Varðandi saltkaramellu sósuna, þá geri ég hana úr hvítum sykri en þið getið auðvitað notað hvaða saltkaramellusósu sem er ef þið eigið góða uppskrift. Saltkaramella er algjörlega ómótstæðileg að mínu mati en maður þarf að nostra aðeins við hana, fylgjast vel með pottinum og stilla hitanum í hóf svo herlegheitin brenni ekki við.

Og auðvitað getið þið líka bara bakað brúnkuna og notað ykkar uppáhaldskrem til að skreyta hana. Nú, eða bara sleppt kremi því þessi brúnka er alveg fáránlega góð ein og sér líka.

Njótið ykkar í eldhúsinu og nýtið tækifærið þegar svona einfaldar uppskriftir eru annars vegar og leikið ykkur aðeins. Leyfið ímyndunaraflinu að stjórna og búið til eitthvað einstakt!

Saltkaramella. Saltkaramella. Saltkaramella.

Saltkaramella og brúnka sem er erfitt að standast
Hráefni
Brúnka
Saltkaramella
Aðferð
Brúnka
  1. Hitið ofninn í 175°C og takið til form sem er ca 20 sentímetra stórt. Smyrjið það með smjöri eða olíu.
  2. Blandið smjöri, olíu og eggjum vel saman í 1-2 mínútur. Bætið eggjunum og vanilludropum saman við þar til blandan er orðin mjög ljós.
  3. Blandið síðan hveiti, kakói og salti saman við þar til allt er blandað saman. Munið að þeyta ekki of lengi.
  4. Hellið deiginu í form og bakið í 20-25 mínútur. Þessi kaka á að vera frekar blaut.
Saltkaramella
  1. Setjið sykur í pott og hitið yfir meðalhita. Hrærið stanslaust í sykrinum, en fyrst mun hann verða að kögglum og síðan bráðna í ljósbrúna blöndu.
  2. Þegar sykurinn er bráðnaður bætið þið smjörinu út í og hrærið áfram stanslaust. Passið ykkur því blandan mun bubbla og láta illa þegar smjörið snertir sykurinn. Hrærið þar til allt smjörið er bráðnað og búið að blandast saman við sykurinn.
  3. Hellið síðan rjómanum varlega út í á meðan þið hrærið en blandan mun aftur láta illa. Leyfið þessu að sjóða í um 1 mínútu en haldið áfram að hræra stanslaust.
  4. Takið pottinn af hellunni og blandið saltinu saman við. Hellið blöndunni í aðra skál og leyfið henni að kólna í 10-15 mínútur áður en þið hellið henni yfir kökuna. Skreytið með nokkrum saltflögum ef þið viljið.
  5. Kælið kökuna í ísskáp í um klukkustund áður en hún er borin fram til að leyfa karamellunni að storkna. Njótið!

The post Saltkaramella og brúnka sem er erfitt að standast appeared first on Blaka.is.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 11

Latest Images

Trending Articles